Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. nóvember 2020 11:19
Magnús Már Einarsson
Anna Rakel á leið í Val
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Uppsala í Svíþjóð, er á leið til Vals en akureyri.net greinir frá þessu í dag.

Anna Rakel hefur spilað síðustu tvö tímabil í Svíþjóð en í fyrra lék hún með Linköping. Tímabilinu í Svíþjóð lauk í gær en Uppsala endaði í neðsta sæti og féll.

Anna Rakel er nú á heimleið og á leið í Val samkvæmt frétt akureyri.net.

Anna Rakel var miðvallarleikmaður með Þór/KA en hefur aðallega leikið vinstra megin í þriggja manna vörn í Svíþjóð.

Hin 22 ára gamla Anna lék með KA í yngri flokkunum en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Þór/KA þegar hún var 15 ára. Hún var lykilmaður þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2017.

Anna Rakel á sjö leiki að baki með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner