Ísland tapaði 2-0 fyrir Úkraínu í lokaleiknum í undankeppni HM og missti þar af leiðandi af umspilssæti. Strákarnir okkar verða ekki með á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
„Þetta er ótrúlega svekkjandi," sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leik.
„Þetta er ótrúlega svekkjandi," sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leik.
„Við gáfum allt í þetta, þetta var erfiður leikur. Við vorum með ágætis stjórn, sérstaklega varnarlega. Markvörðurinn þeirra varði rosalega, þeir skoruðu úr sínu en við ekki."
Guðlaugur Victor var svo nálægt því að skora fyrsta mark leiksins en markvörður Úkraínu varðo ótrúleg.
„Ég bara trúði því alls ekki (að boltinn hafi ekki farið inn). Þetta var rosaleg varsla hjá honum. Svona er fótbolti og svona er lífið stundum."
Guðlaugur Victor var spurður út í sína framtíð með landsliðinu.
„Meðan þjálfarnn vill nota mig þá er ég alltaf klár í að spila fyrir íslenska landsliðið. Svo einfalt er það. Mér finnst Arnar frábær og hann treystir mér. Við eigum gott samband. Það er geggjað að vera hluti af íslenska landsliðinu."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















