Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. desember 2019 10:02
Magnús Már Einarsson
Forráðamenn Arsenal funduðu með Arteta
Arteta í leik með Arsenal á sínum tíma.
Arteta í leik með Arsenal á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City, þykir líklegastur til að taka við sem stjóri Arsenal en hann fundaði með mönnum frá félaginu í gærkvöldi.

Vinai Venkatesham, framkvæmdastjóri Arsenal, og Huss Fahmy, sem sér um samninga hjá félaginu, heimsóttu Arteta í gærkvöldi og voru heima hjá honum í tvo og hálfan klukkutíma.

Vinai og Huss sáust yfirgefa heimili Arteta klukkan 01:20 eftir viðræðurnar.

Arteta er í dag aðstoðarstjóri Manchester City en í gær rúllaði City yfir Arsenal 3-0 á Emirates leikvanginum.

„Hvað gerist? Ég veit það ekki," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, þegar hann var spurður út í framtíð Arteta eftir leikinn í gær.

Fredrik Ljungberg hefur stýrt Arsenal tímabundið eftir að Unai Emery var rekinn en liðið hefur einungis unnið einn af fjórum leikjum undir stjórn Svíans.

Stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að félagið fari að ráða stjóra fyrir janúar gluggann og Arteta virðist líklegastur í augnablikinu.

Arteta er 37 ára gamall Spánverji en hann spilaði með Arsenal frá 2011 til 2016. Hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City síðan árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner