Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. desember 2022 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg á toppnum fyrir lokaumferðina
Sveindís byrjaði hjá Wolfsburg
Sveindís byrjaði hjá Wolfsburg
Mynd: EPA
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli við Slavía Prag í Meistaradeildinni í kvöld en liðið fær tækifæri til að vinna B-riðil í lokaumferðinni.

Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg í leiknum og átti tvö færi í fyrri hálfleiknum en markvörður Slavía var í essinu sínu og má segja að hún hafi sótt þetta stig í kvöld.

Landsliðskonan fór af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en Wolfsburg heldur áfram efsta sæti B-riðils þegar ein umferð er eftir.

Liðið er með 11 stig, einu stigi á undan Roma. Bæði lið eru áfram í 8-liða úrslit. Roma vann St. Polten, 5-0, í sama riðli. Wolfsburg spilar við St. Polten í lokaumferðinni.

Chelsea og Paris Saint-Germain eru auðvitað komin bæði áfram úr A-riðli. Chelsea vann 4-0 stórsigur á Vllaznia á meðan PSG lagði Real Madrid að velli, 2-1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki með franska liðinu í kvöld.

Chelsea er á toppnum með 13 stig en PSG í öðru með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner