Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 17. janúar 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alda verður áfram hjá Fjölni og fær þjálfarahlutverk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur til tveggja ára en hún gekk í raðir félagsins í fyrra frá Aftureldingu.


Alda er fædd 1996 og býr yfir mikilli reynslu úr Lengjudeild kvenna. Hún hefur aldrei spilað í 2. deild og reynir því fyrir sér þar í fyrsta sinn eftir að hafa fallið með Fjölni í fyrra, þar sem liðið náði einungis í fjögur stig úr átján leikjum.

Alda verður einnig hluti af þjálfarateymi Fjölnis þar sem hún mun stýra styrktarþjálfun félagsins.

Alda á 145 leiki skráða á vefsíðu KSÍ og er þar með 38 mörk. Hún lék sex leiki fyrir U17 og U18 landslið Íslands á sínum tíma og mun reynslan hennar nýtast Fjölnisstelpum vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner