Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   þri 17. janúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Guilbert frá Villa til Strasbourg (Staðfest)
Franski varnarmaðurinn Frederic Guilbert hefur gengið í raðir Strasbourg frá Aston Villa en kaupverð er ekki gefið upp.

Bakvörðurinn kom til Villa í janúar 2019 frá Caen og lék 31 leik fyrir félagið, sá síðasti var deildabikarleikur gegn Barrow í ágúst 2021.

Á síðustu tveimur tímabilum hefur Guilbert, sem er 28 ára, leikið á lánssamningi með Strasbourg í franska boltanum.

„Félagið vill þakka Frederic fyrir hans framlag hjá félaginu og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu Aston Villa.

Strasbourg er í fallbaráttu í frönsku úrvalsdeildinni, liðið situr í sextánda sæti með fimmtán stig.
Athugasemdir
banner
banner