Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. janúar 2023 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Cremonese mætir Roma eftir sigur á Napoli
Afena-Gyan í leik með Roma
Afena-Gyan í leik með Roma
Mynd: EPA

Napoli 6 - 7 Cremonese
0-1 Charles Pickel ('18 )
1-1 Juan Jesus ('33 )
2-1 Giovanni Simeone ('36 )
2-2 Felix Afena-Gyan ('87 )
Rautt spjald: Leonardo Sernicola, Cremonese ('100)


Napoli, sem er á toppi ítölsku Serie A er úr leik í bikarnum eftir tap gegn Cremonese sem er á botninum og ekki unnið leik í deildinni.

Cremonese komst yfir en Napoli náði forystunni áður en flautað var til leikhlés.

Felix Afena-Gyan tryggði Cremonese síðan framlenginu með því að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þessi 19 ára gamli leikmaður, sem verður tvítugur eftir tvo daga, gekk til liðs við félagið frá Roma í sumar en hann hefur ekki tekist að skora í 9 leikjum í deildinni.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni en Leonardo Sernicola fékk gult spjald undir lok venjulegs leiktíma og fékk sitt annað gula spjald á 100. mínútu.

Cremonese hafði betur í vítaspyrnukeppninni en Stanislav Lobotka leikmaður Napoli var sá eini sem klikkaði á vítinu sínu en hann skaut framhjá. Afena-Gyan gulltryggði sigur Cremonese með síðustu spyrnu leiksins.

Cremonese mætir fyrrum félögum Afena-Gyan í Roma í 8-liða úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner