Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Freyr landar vængmanni frá Nordsjælland
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera hjá Frey Alexanderssyni eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Leikmannamarkaðurinn er í fullum gangi og þegar ljóst að það verða talsverða breytingar hjá liðinu.

Danska Tipsbladet greinir frá því að Freyr sé að kaupa Mads Hansen, hægri kantmann Nordsjælland. Hansen er 22 ára og er leikmaður sem Freyr þekkir úr danska boltanum.

Freyr sagði við norska fjölmiðla að hann vildi fá inn þrjá nýja leikmenn og þegar hafa Íslendingar verið orðaðir við félagið.

Þar á meðal er Ari Sigurpálsson kantmaður Víkings sem hefur einnig verið orðaður við Djurgarden í vetur en mikill áhugi er á honum, Logi Tómasson bakvörður Strömsgodset og sóknarleikmaðurinn Sævar Atli Magnússon sem er að renna út á samningi hjá Lyngby.

Brann seldi lykilmanninn Ole Didrik Blomberg til Bodö/Glimt á dögunum og þá er danska félagið sagt hafa áhuga á sóknarmanninum Aune Heggebö. Freyr sagði við TV2 í Noregi að Heggebö myndi örugglega nýtast AGF vel en hann vilji þó ekki missa hann úr sínum röðum.
Freysi fer yfir síðustu daga - Fundaði með KSÍ en tók við Brann
Athugasemdir
banner
banner