Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hilmar McShane leggur skóna á hilluna - Snýr sér að þjálfun
Hilmar McShane.
Hilmar McShane.
Mynd: Grótta
Hilmar McShane hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, í bili að minnsta kosti, og snúa sér alfarið að þjálfun.

Hilmar var styrktarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu á liðnu tímabili ásamt því að spila með liðinu og Gróttumenn munu njóta krafta Hilmars áfram næstu tvö tímabilin í starfi styrktarþjálfara.

Hilmar er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og mun í vor ljúka mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun.

Magnús Örn Helgason yfirmaður knattspyrnumála segir Hilmar lykilmann í þjálfarateymi karlaliðsins:

„Hilmar fékk tækifæri til að sanna sig á síðasta ári og það gerði hann sannarlega. Vann starf sitt af mikilli kostgæfni og þrátt fyrir allt var ekki mikið um vöðvameiðsli hjá leikmönnum Gróttu. Það er dýrmætt að hafa svona metnaðarfullan þjálfara innan okkar raða og ég gleðst mjög yfir því að samstarfið við Hilmar haldi áfram."

Hilmar er spenntur fyrir framhaldinu: „Ég er virkilega ánægður með að halda áfram sem styrktarþjálfari hjá Gróttu næstu tvö tímabil. Það eru spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að taka þátt í þeim með hópi flottra leikmanna og nýju þjálfarateymi.”

Rúnar Páll Sigmundsson tók við þjálfun Gróttu í vetur en liðið leikur í 2. deild næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner