Atletico Madrid er óvænt á toppi spænsku deildarinnar þegar hún er hálfnuð. Liðið er búið að vinna átta leiki í röð og er stigi á undan Real Madrid.
Atletico heimsækir Leganes á morgun sem hefur unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum en sá leikur var gegn Barcelona.
Barcelona hefur verið að hiksta eftir frábæra byrjun en liðið heimsækir Getafe. Real Madrid fær Las Palmas í heimsókn á sunnudaginn en Las Palmas tapaði gegn Getafe í siðustu umferð.
Orri Steinn Óskarsson hefur ekki fundið sig síðan hann kom úr meiðslum um miðjan desember. Hann hefur aðeins komið við sögu í 17 mínútur í tveimur síðustu leikjum hjá Real Sociedad. Liðið heimsækir botnlið Valencia á sunnudagskvöldið.
föstudagur 17. janúar
20:00 Espanyol - Valladolid
laugardagur 18. janúar
13:00 Girona - Sevilla
15:15 Leganes - Atletico Madrid
17:30 Betis - Alaves
20:00 Getafe - Barcelona
sunnudagur 19. janúar
13:00 Celta - Athletic
15:15 Real Madrid - Las Palmas
17:30 Osasuna - Vallecano
20:00 Valencia - Real Sociedad
mánudagur 20. janúar
20:00 Villarreal - Mallorca
Athugasemdir