Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. febrúar 2021 09:13
Magnús Már Einarsson
Hótaði að skjóta McClean á Craven Cottage
James McClean.
James McClean.
Mynd: Getty Images
James McClean, kantmaður Stoke, hefur greint frá því að lögregla hafi heimsótt hann árið 2012, degi áður en hann átti að spila með Sunderland gegn Fulham.

Ástæðan var sú að McClean hafði fengið morðhótun en einstaklingur hafði hótað honum að mæta með byssu á leikinn á Craven Cottage leikvanginum.

„Það voru morðhótanir út um allt á samfélagsmiðlum kvöldið fyrir leikinn. Lögreglan kom á hótelið sem liðið var á og athugaði hvort ég væri öruggur í herberginu mínu," sagði McClean.

Mikil umræða er um hótanir í garð fótboltamanna á samfélagsmiðlum á Englandi en Erin, eiginkona McClean, greindi frá því fyrr í vikunni að hann fái fjölda hótanna í hverri einustu viku.

„Ég held að ég hafi aldrei verið í alvöru hættu en þetta voru samt morðhótanir. Erin er mjög hrædd og óttast þetta meira en ég. Við eigum þrjú ung börn og hún á ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta," sagði McClean.
Athugasemdir
banner
banner
banner