Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
banner
   mán 17. febrúar 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fær hótanir eftir að hafa rekið Bellingham af velli - „Hefur áhrif á hann"
Mynd: EPA
Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, fékk rauða spjaldið í jafntefli gegn Osasuna um helgina fyrir að rífa kjaft við dómarann.

Dómarinn heitir Jose Luis Munuera Montero en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti á netinu eftir leikinn. Dómarasnefndin á Spáni sáu sig fært um að tjá sig um málið og fordæma hegðun netverja.

„Við fordæmum þær árásir og hótanir sem kollegi okkar Jose Luis Munuera Montero hefur þurft að þola í gegnum samfélagsmiðla og hafa haft áhrif á hann og fjölskyldu hans," segir í yfirlýsingunni.

„Þetta bætist við hatrið og munnlegt ofbeldi sem við þurfum að takast á við í starfi okkar um hverja helgi og í sjaldgæfari tilfellum, líkamlegt ofbeldi."

Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem Bellingham hraunar yfir Montero en leikmaðurinn kallaði hann skítseiði þegar hann fékk gult spjald.

Þá fékk Bellingham tveggja leikja bann fyrir munnsöfnuð á síðustu leiktíð. Bellingham og Carlo Ancelotti hafa tjáð sig um málið og segja þetta algjöran misskilning þar sem Bellingham hafi ekki beint orðunum að dómaranum.
Athugasemdir
banner
banner
banner