Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Txiki vildi kaupa Omar Marmoush
Mynd: Manchester City
Pep Guardiola var kátur eftir frábæran sigur Manchester City gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Omar Marmoush, nýr leikmaður sem Man City keypti í janúarglugganum, skoraði þrennu í fyrri hálfleik og urðu lokatölur 4-0.

„Txiki Begiristain (yfirmaður fótboltamála) sagði að við þyrftum að kaupa Omar Marmoush," sagði Guardiola meðal annars að leikslokum.

„Ég hringdi í tengiliðina mína í Þýskalandi og spurðist fyrir um leikmanninn. Þeir töluðu allir mjög vel um hann hvað varðar hegðun og framlag á æfingum. Snöggur leikmaður sem gefur mikið af stoðsendingum og skorar mörk."
Athugasemdir
banner
banner