Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 17. mars 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mason Mount baðst afsökunar á að hafa farið úr sóttkví
Mason Mount hefur beðið æðstu menn hjá Chelsea afsökunar á því að hafa farið út í fótbolta þegar hann átti að vera í sóttkví.

Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, greindist með kórónaveiruna í síðustu viku og allur leikmannahópurinn á að vera í sóttkví.

Mount fór ekki eftir því. Hann sást í fótbolta með Declan Rice, besta vini sínum og miðjumanni West Ham, síðasta sunnudag. Þessi hegðun þótti ekki upp á marga fiska hjá enska miðjumanninum sem fékk áminningu frá Chelsea.

Þess má geta að Rice átti ekki að vera í sóttkví.

Hlé hefur verið gert á ensku úrvalsdeildinni til 4. apríl að minnsta kosti út af kórónuveirunni.
Athugasemdir
banner
banner