Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 17. mars 2021 13:54
Magnús Már Einarsson
Jón Guðni kom til greina fyrir smit
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, kom til greina í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki áður en hann smitaðist af kórónuveirunni.

Sextán leikmenn Hammarby eru smitaðir af kórónuveirunni og miðað við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara á fréttamannafundi í dag þá er Jón Guðni einn af þeim smituðu.

„Jón Guðni hefur verið að spila í Hammarby. Hann kom að sjálfsögðu til greina. Við höfum líka fylgst með öðrum leikmönnum," sagði Arnar.

„Ég hef ekki verið landsliðsþjálfari lengi en eins og í U21 landsliðinu er maður að skoða stóran hóp. Jón Guðni dettur út fyrir þremur dögum með Covid. Það er endalaust plan A, plan B og plan C í gangi."

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner