Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   mán 17. mars 2025 16:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel manaði bróður sinn sem æddi um leið upp á svið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld verður frumsýndur fyrsti þáttur í seríunni Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem er í umsjón Baldurs Sigurðssonar. Um er að ræða 3. seríu af þáttunum sem hugsaðir eru sem upphitun fyrir Bestu deildina. Í kvöld heimsækir Baldur karlalið Aftureldingar sem er nýliði í Bestu deildinni.

Á Vísi var birt stikla úr þættinum. Baldur er þar farþegi með bræðrunum Axel Óskari og Jökli Andréssyni. Þar segir Jökull frá skemmtilegu atviki á Þorrablóti Aftureldingar.

Þeri Auðunn Blöndal og Steindi JR. voru að skemmta og Axel manaði bróður sinn til að fara upp á svið og Jökull var ekki lengi að stökkva til.

Þátturinn í kvöld hefst klukkan 18:40 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Hægt er að hlusta á Baldur ræða um þættina í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net hér neðst. Viðtalið við Baldur hefst á 68. mínútu í þættinum.


Útvarpsþátturinn - Uppfærð spá, Besta og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner