Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. apríl 2019 14:46
Elvar Geir Magnússon
Hverja á Solskjær að losa sig við?
Ole Gunnar Solskjær og Paul Pogba.
Ole Gunnar Solskjær og Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Dómstóll Guardian hefur lagt sitt mat á það hvernig Ole Gunnar Solskjær ætti að taka til í leikmannahópi Manchester United í sumar.

Markverðir:

David de Gea - HALDA. Þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sitt besta tímabil yrði öflugt fyrir United að halda honum.

Sergio Romero - HALDA. Hefur alltaf verið áreiðanlegur þegar á honum þarf að halda.

Varnarmenn:

Ashley Young - BURT. Verður 34 ára í sumar og er búinn að dala mikið.

Antonio Valencia - BURT. Samningur hans rennur út í sumar.

Diogo Dalot - HALDA. Þessi tvítugi bakvörður getur leyst bakverðina báðum megin og einnig spilað á miðjunni.

Chris Smalling - BURT. Ekki nógu afgerandi.

Phil Jones - KANNSKI HALDA. Hefur sýnt betri frammistöðu í miðverðinum en Smalling en á það þó til að bregðast á mikilvægum augnablikum.

Victor Lindelöf - HALDA. Hefur litið best út af miðvörðum Manchester United.

Eric Bailly - HALDA. Hefur farið ranga leið síðan hann kom til félagsins 2016 en býr yfir hraða.

Marcos Rojo - BURT. Sífellt meiddur og er ekki sannfærandi þegar hann spilar.

Luke Shaw - HALDA. Hefur bætt sig á þessu tímabili en þarf að bjóða upp á meira sóknarlega.

Matteo Darmian - BURT. Hefur algjörlega horfið af sjónarsviðinu.

Miðjumenn:

Paul Pogba - HALDA. Yrði enn betri ef hann fengi betri leikmenn í kringum sig.

Nemanja Matic - BURT. Hægir á spili liðsins.

Fred - KANNSKI HALDA. Góður upp á breiddina í mesta lagi.

Ander Herrera - BURT. Getur hann stýrt leikjum eins og Fernandinho? Nei.

Scott McTominay - HALDA. Skoski landsliðsmaðurinn getur nýst vel.

Sóknarleikmenn:

Juan Mata - BURT. Hefur þjónað United vel en er of hægur og hættur að hafa sömu áhrif og hann hafði.

Jesse Lingard - HALDA. Skín í leikjum gegn andstæðingum sem eru lægra skrifaðir en á í vandræðum í stórleikjum.

Andreas Pereira - BURT. Hefur hæfileika en of gjarn á að gera mistök.

Alexis Sanchez - BURT. Hefur aldrei náð að standa undir væntingum.

Romelu Lukaku - HALDA. Belginn gæti nýst vel.

Marcus Rashford - HALDA.Einn af fáum leikmönnum United sem gætu orðið Í heimsklassa.

Anthony Martial - HALDA. Með mikla hæfileika en þarf að sýna meiri löngun.

Niðurstaða:
Halda: 12
Burt: 10
Kannski halda: 2
Athugasemdir
banner
banner
banner