Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur fulla trú á að liðið geti unnið Evrópudeildina og þannig tryggt sér í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð eftir að liðið bauð upp á magnaða endurkomu gegn Lyon á Old Trafford.
United átti eina bestu endurkomu ársins í framlengingunni en liðið var komið 4-2 undir þegar liðið hrökk aftur í gang og kláraði dæmið með þremur mörkum á síðustu mínútunum.
Amorim var í skýjunum með endurkomuna og segir nú alla einbeitingu vera komna á Evrópudeildina.
„Eitt augnablik getur breytt mörgu í hug leikmanna. Við verðum að vera ótrúlega einbeittir á Evrópudeildina og taka áhættu með ungu strákana í deildinni. Stuðningsmenn verða að skilja það og nú er öll einbeiting sett á Evrópudeildina.“
„Allir hafa trú á því að það sé möguleiki, en hvað meiðsli varðar þurfum við að vera heppnir.“
Portúgalinn segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemningu á vellinum.
„Hljóðin á leikvanginum var það besta sem ég hef heyrt. Sumt fólk safnar treyjum og treflum, en ég vil varðveita þetta hljóð. Þetta er besta hljóð heims,“ sagði Amorim sem finnur til með fólkinu sem yfirgaf leikvanginn er United var 4-2 undir.
„Ég finn til með fólkinu sem þurfti að fara í stöðunni 4-2 vegna umferðar. Þeir verða í rusli yfir þessu.“
„Við vitum að við erum að spila langt undir getu og verðskuldum fyllilega alla gagnrýni, en við höfum enn tíma til að gera eitthvað sérstakt á þessu tímabili,“ sagði Amorim í lokin.
Athugasemdir