Thomas Partey verður ekki með Arsenal í fyrri leiknum gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Sá leikur fer fram á Emirates leikvanginum 29. apríl en Partey verður liðtækur fyrir seinni leikinn sem er á dagskrá 7. maí.
Partey stóð sig feykilega vel í sigri Arsenal gegn Real Madrid í nýliðinni umferð en fékk gult spjald fyrir tilgangslaust brot á lokamínútunum í samanlögðum 5-1 sigri.
Þetta veldur því að Partey verður í leikbanni í fyrri leiknum gegn PSG vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Partey verður 32 ára í sumar og rennur út á samningi hjá Arsenal. Óljóst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið eða halda á vit nýrra ævintýra.
Athugasemdir