Fiorentina og Real Betis tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í 2-2 jafntefli gegn Celje frá Slóveníu.
Fiorentina vann fyrri leikinn 2-1 og nægði því að gera jafntefli í seinni leiknum, en Flórensarliðið þurfti heldur betur að hafa fyrir því að komast áfram.
Rolando Mandragora kom Fiorentina í þægilega stöðu í einvíginu og það eftir auðvelda sókn. Mario Pongracic fékk boltann í vörninni og sá að Mandragora var aleinn og á leið sinni í teiginn. Ítalski miðjumaðurinn fékk boltann og setti hann örugglega í netið.
Í síðari hálfleik tókst gestunum að snúa við taflinu með tveimur mörkum á ellefu mínútum.
Svipað slakur varnarleikur hjá Fiorentina. Stórt gat kom á vörn Fiorentina sem Aljosa Matko nýtti sér. Hann stakk sér inn fyrir og jafnaði leikinn áður en Kiemen Nemanic bætti við öðru.
Tveimur mínútum síðar svöruðu Fiorentina-menn. Moise Kean fékk boltann vinstra megin í teignum og skoraði með flottu innanfótarskoti í fjærhornið.
Luca Ranieri kom boltanum í netið í þriðja sinn í leiknum þegar þrettán mínútur voru eftir en markið var dæmt af vegna rangstöðu og þá var annað mark tekið af Moise Kean í uppbótartíma.
Albert var tekinn af velli nokkrum mínútum áður en lokaflautið gall og er það Fiorentina sem fer áfram í undanúrslit þriðja árið í röð.
Spænska liðið Real Betis mætir þeim þar eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Jagiellonia í Póllandi.
Betis vann fyrri leikinn 2-0 og var svo sem aldrei í vandræðum með að koma sér yfir línuna.
Cedric Bakambu skoraði fyrir Betis þegar tólf mínútur voru til leiksloka áður en Darko Churlinov jafnaði metin.
Heimamenn í Jagiellonia skoruðu ekki fleiri og Betis áfram í undanúrslit.
Undanúrslitin fara fram 1. og 8, maí næstkomandi.
Jagiellonia 1 - 1 Betis (Samanlagt, 1-3)
0-1 Cedric Bakambu ('78 )
1-1 Darko Churlinov ('81 )
Fiorentina 2 - 2 Celje (Samanlagt 4-3)
1-0 Rolando Mandragora ('37 )
1-1 Aljosa Matko ('54 )
1-2 Klemen Nemanic ('65 )
2-2 Moise Kean ('67 )
Athugasemdir