Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fös 17. maí 2019 23:10
Sævar Ólafsson
Rafn Markús: Liðsheildin skóp þetta í dag
Virkilega sterkur sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með stigin þrjú á Leiknisvellinum í kvöld. Lærisveinar hans voru skipulagðir og stóðust áganga Leiknismenn í síðari hálfleik.
"Virkilega sterkur sigur – við vorum bara öflugir, sérstaklega í fyrri hálfleik og skorum náttúrulega tvö mörk, frábær mörk."

"Við náttúrulega erum þéttir og verjumst þéttir sem lið – hvort sem það er framarlega eða aftarlega og vinnum þetta saman, leggjum mikið upp úr liðsheild. Liðsheildin skóp þetta í dag – þennan sigur."

Leiknismenn voru aðgangsharðir í síðari hálfleik þar sem Njarðvíkingar þurftu að verjast ótt og títt hverju áhlaupinu á fætur öðru.
"Auðvitað fá Leiknismenn fullt af færum þarna í lokin og hefðu getað sett mark fyrir vítið raunverulega.En það eru þrjú stig sem fara með okkur heim.
Þetta þróaðist bara þannig – Leiknisliðið er náttúrlega mjög vel spilandi lið og kannski ólíkt normal Leiknisliði að mínu viti. Þeir eru mjög vel spilandi núna og gerðu það bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar misstu einn sinn besta mann í Robert Blakala sem varði mark þeirra í fyrra með góðum orðstír. Njarðvíkingar ákváðu að setja traust sitt á hinn unga Brynjar Atla sem átti svo sannarlega góðan dag í dag
"Brynjar var frábær í dag – svo erum við líka komnir með Jökul og það styrkir okkur samkeppni og annað og það er náttúrulega mikilvægt fyrir okkur."

Njarðvíkingar finna sig með 6 stig af 9 mögulegum. Svo segja má að byrjunin sé góð sé tekið mið af annars strembnu prógrammi. Framhaldið er svo einnig spennandi fyrir Njarðvíkinga.
"Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi og svo er það Fjölnir eftir það."

"Við erum náttúrulega bara sáttir við það og viljum ná því grunnmarkmiði að vera ídeildina á næsta ári. Það er okkar grunnmarkmið og svo getum við stefnt ofar. Enduðum í sjötta í fyrra og ef við spilum sem lið og bætum okkur þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir
banner