Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 17. maí 2019 23:10
Sævar Ólafsson
Rafn Markús: Liðsheildin skóp þetta í dag
Virkilega sterkur sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með stigin þrjú á Leiknisvellinum í kvöld. Lærisveinar hans voru skipulagðir og stóðust áganga Leiknismenn í síðari hálfleik.
"Virkilega sterkur sigur – við vorum bara öflugir, sérstaklega í fyrri hálfleik og skorum náttúrulega tvö mörk, frábær mörk."

"Við náttúrulega erum þéttir og verjumst þéttir sem lið – hvort sem það er framarlega eða aftarlega og vinnum þetta saman, leggjum mikið upp úr liðsheild. Liðsheildin skóp þetta í dag – þennan sigur."

Leiknismenn voru aðgangsharðir í síðari hálfleik þar sem Njarðvíkingar þurftu að verjast ótt og títt hverju áhlaupinu á fætur öðru.
"Auðvitað fá Leiknismenn fullt af færum þarna í lokin og hefðu getað sett mark fyrir vítið raunverulega.En það eru þrjú stig sem fara með okkur heim.
Þetta þróaðist bara þannig – Leiknisliðið er náttúrlega mjög vel spilandi lið og kannski ólíkt normal Leiknisliði að mínu viti. Þeir eru mjög vel spilandi núna og gerðu það bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar misstu einn sinn besta mann í Robert Blakala sem varði mark þeirra í fyrra með góðum orðstír. Njarðvíkingar ákváðu að setja traust sitt á hinn unga Brynjar Atla sem átti svo sannarlega góðan dag í dag
"Brynjar var frábær í dag – svo erum við líka komnir með Jökul og það styrkir okkur samkeppni og annað og það er náttúrulega mikilvægt fyrir okkur."

Njarðvíkingar finna sig með 6 stig af 9 mögulegum. Svo segja má að byrjunin sé góð sé tekið mið af annars strembnu prógrammi. Framhaldið er svo einnig spennandi fyrir Njarðvíkinga.
"Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi og svo er það Fjölnir eftir það."

"Við erum náttúrulega bara sáttir við það og viljum ná því grunnmarkmiði að vera ídeildina á næsta ári. Það er okkar grunnmarkmið og svo getum við stefnt ofar. Enduðum í sjötta í fyrra og ef við spilum sem lið og bætum okkur þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir