Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 17. maí 2019 23:10
Sævar Ólafsson
Rafn Markús: Liðsheildin skóp þetta í dag
Virkilega sterkur sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum ánægður með stigin þrjú á Leiknisvellinum í kvöld. Lærisveinar hans voru skipulagðir og stóðust áganga Leiknismenn í síðari hálfleik.
"Virkilega sterkur sigur – við vorum bara öflugir, sérstaklega í fyrri hálfleik og skorum náttúrulega tvö mörk, frábær mörk."

"Við náttúrulega erum þéttir og verjumst þéttir sem lið – hvort sem það er framarlega eða aftarlega og vinnum þetta saman, leggjum mikið upp úr liðsheild. Liðsheildin skóp þetta í dag – þennan sigur."

Leiknismenn voru aðgangsharðir í síðari hálfleik þar sem Njarðvíkingar þurftu að verjast ótt og títt hverju áhlaupinu á fætur öðru.
"Auðvitað fá Leiknismenn fullt af færum þarna í lokin og hefðu getað sett mark fyrir vítið raunverulega.En það eru þrjú stig sem fara með okkur heim.
Þetta þróaðist bara þannig – Leiknisliðið er náttúrlega mjög vel spilandi lið og kannski ólíkt normal Leiknisliði að mínu viti. Þeir eru mjög vel spilandi núna og gerðu það bara mjög vel."


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar misstu einn sinn besta mann í Robert Blakala sem varði mark þeirra í fyrra með góðum orðstír. Njarðvíkingar ákváðu að setja traust sitt á hinn unga Brynjar Atla sem átti svo sannarlega góðan dag í dag
"Brynjar var frábær í dag – svo erum við líka komnir með Jökul og það styrkir okkur samkeppni og annað og það er náttúrulega mikilvægt fyrir okkur."

Njarðvíkingar finna sig með 6 stig af 9 mögulegum. Svo segja má að byrjunin sé góð sé tekið mið af annars strembnu prógrammi. Framhaldið er svo einnig spennandi fyrir Njarðvíkinga.
"Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi og svo er það Fjölnir eftir það."

"Við erum náttúrulega bara sáttir við það og viljum ná því grunnmarkmiði að vera ídeildina á næsta ári. Það er okkar grunnmarkmið og svo getum við stefnt ofar. Enduðum í sjötta í fyrra og ef við spilum sem lið og bætum okkur þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir