Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 17. maí 2021 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr markvörður Kórdrengja hætti í fótbolta til að keppa í fjallahjólreiðum
Mynd: Getty Images
Kórdrengir fengu í síðustu viku markvörðinn Lukas Jensen á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley.

Sean Dyche, stjóri Burnley, var samherji Heiðars Helgusonar, aðstoðarþjálfara Kórdrengja hjá Watford á sínum tíma. Dyche og Heiðar eru miklir vinir.

Jensen er 22 ára gamall og var lánaður til Bolton í ensku D-deildinni fyrr á tímabilinu en þar var hann varamarkvörður.

Það er athyglisvert að Jensen hætti í fóbolta þegar hann var 14 ára gamall til að keppa í fjallahjólreiðum. Hann byrjaði ekki í fóbolta aftur fyrr en hann var 17 ára.

Frá því hann byrjaði aftur í fótbolta hefur leiðin legið upp á við fyrir hann. Jensen lék fyrir Hellerup IK og Helsingör í heimalandinu, Danmörku, áður en hann gekk í raðir Burnley 2019. Hjá Burnley hefur hann lært af markvörðum eins og Nick Pope og Joe Hart.

Kórdrengir fóru í markvarðarleit eftir meiðsli í hópnum en liðið er með eitt stig eftir tvo leiki. Jensen gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Víking Ólafsvík á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner