Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. maí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Einn sá virtasti segir Mbappe hafa náð samkomulagi við Real Madrid
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe hefur náð samkomulagi við Real Madrid en það er enski blaðamaðurinn David Ornstein sem greinir frá þessu í frétt sinni á The Athletic.

Mbappe, sem er 23 ára gamall, sagði á dögunum að hann væri nálægt því að taka ákvörðun varðandi framtíð sína en að það ætti eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum.

Stjórnarmenn Real Madrid eru fullvissaðir um að Mbappe sé á leið til félagsins en það eru stjórnarmenn Paris Saint-Germain líka um að hann framlengi.

Þessi saga er farin að minna á það er bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James var með heilann sjónvarpsþátt um ákvarðanatöku sína er hann skipti úr Cleveland Cavaliers yfir í Miami Heat.

David Ornstein hjá Athletic segir nú að Mbappe hafi náð samkomulagi um samning hans við Real Madrid. Það voru einhver atriði sem Mbappe var ekki ánægður með. Hann vildi tildæmis eiga 60 prósent af ímyndarrétti sínum en nú er komið samkomulag og þá styttist bara í að Mbappe greini frá ákvörðun sinni.

Mbappe hefur gefið vísbendingar í svörum sínum síðustu vikur sem gefa það til kynna að Real Madrid sé næsti áfangastaður en gert er ráð fyrir því að hann tilkynni framtíð sína eftir síðasta deildarleikinn hjá PSG.

Frakkinn mun þéna 25 milljónir evra í árslaun fyrir utan þær 100 milljónir evra sem hann fær bara fyrir að skrifa nafn sitt á samninginn. Samningurinn er til næstu fimm ára.
Athugasemdir
banner
banner