Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. maí 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Ögmundur og Sverrir Ingi unnu í lokaumferðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiakos gegn AEK í Aþenu í lokaleik gríska deildartímabilsins.


Olympiakos var búið að tryggja sér Grikklandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum og leyfði þjálfarinn Ögmundi því aðeins að spreyta sig.

Ögmundur hafði spilað þrjá bikarleiki fyrr á tímabilinu en þetta var fyrsti deildarleikurinn sem hann fékk á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð spilaði Ögmundur tvo deildarleiki.

Ögmundur fékk tvö mörk á sig í dag en Olympiakos vann leikinn á útivelli þökk sé þrennu frá Youseff El Arabi. Ögmundi var skipt útaf á 90. mínútu fyrir hinn 19 ára gamla Ilias Karargyris. Vonum að þar sé ekki um alvarleg meiðsli að ræða.

Sverrir Ingi Ingason lék þá í rúma klukkustund í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem vann tveggja marka sigur á Panathinaikos og endar í öðru sæti deildarinnar, heilum 19 stigum eftir Olympiakos.

Sverrir, sem hefur verið mikilvægur hlekkur í liði PAOK undanfarin tímabil, lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Stefan Schwab og skoraði Chuba Akpom hitt markið skömmu síðar.

Federico Macheda, fyrrum leikmaður Manchester United, kom inn af bekknum í liði Panathinaikos og lét reka sig af velli fimmtán mínútum síðar.

AEK 2 - 3 Olympiakos
1-0 Steven Zuber ('14)
1-1 Youseff El Arabi ('20)
2-1 Levi Garcia ('48)
2-2 Youseff El Arabi ('69)
2-3 Youseff El Arabi ('87)

PAOK 2 - 0 Panathinaikos
1-0 Stefan Schwab ('14)
2-0 Chuba Akpom ('21)
Rautt spjald: Federico Macheda, Panathinaikos ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner