Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 08:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Már skrifar undir hjá meisturunum í Kasakstan (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er búinn að skrifa undir samning við FC Astana, besta liðið í Kasakstan.

Astana vann efstu deild þar í landi í fyrsta sinn 2014 og hefur unnið á hverju ári síðan. Fimmti deildartitillinn í röð kom í fyrra og þá vann liðið einnig bikarinn 2010, 2012 og 2016.

Rúnar Már kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa leikið fyrir Grasshoppers og St. Gallen í Sviss undanfarin þrjú ár.

Astana staðfesti félagaskiptin í dag og er þetta tilvalin dagsetning fyrir Rúnar sem verður 29 ára gamall á morgun.

Tímabilið er í fullum gangi í Kasakstan og er Astana á toppnum með 35 stig eftir 16 umferðir. Rúnar Már er fenginn til að hjálpa félaginu að landa sjötta titlinum í röð.

Reynsla Rúnars mun koma að góðum notum þar sem hann á 22 A-landsleiki að baki og hefur spilað í efstu deild í þremur löndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner