Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurning hvað gerist hjá Morata
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: EPA
Framtíð spænska sóknarmannsins Alvaro Morata er í frekar lausu lofti þessa dagana.

Morata var á láni hjá Juventus á Ítalíu á síðustu leiktíð og var félagið með möguleika á því að kaupa hann fyrir 35 milljónir evra. Það ákvæði er núna runnið út og ætlar ítalska félagið ekki að nýta það.
Hann fer því aftur til Atletico þegar sumarfríið er á enda.

Morata var keyptur til Atletico fyrir 58 milljónir punda sumarið 2019, en hann þótti ekki standa sig nægilega vel í kjölfarið og var því lánaður til Juventus í tvö ár. Hann hefur gert 32 mörk í 92 keppnisleikjum með Juventus undanfarin tvö tímabil.

Morata fer núna aftur til Atletico en það er spurning hvað félagið gerir við hann, fyrst það taldi sig ekki geta notað hann síðast.

Leikmaðurinn er 29 ára og er búinn að gera 26 mörk í 56 landsleikjum fyrir Spánverja.
Athugasemdir
banner
banner