Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 14:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höjbjerg skoðar sín mál eftir EM - Vill berjast um titla
Mynd: EPA

Pierre Emile Höjbjerg miðjumaður Tottenham er gríðarlega eftirsóttur en hann mun skoða hvaða möguleika hann hefur eftir EM.


Höjbjerg er í danska landsliðshópnum sem hóf leik á EM í Þýskalandi með 1-1 jafntefli geegn Slóveníu í gær en Hojbjerg var í byrjunarliðinu.

Luca Puccinelli umboðsmaður danska miðjumannsins segir að leikmaðurinn vilji berjast um titla.

„Hann lætur mig vita á hverju ári að hann dreymir um að berjast um titla undir lok tímabilsins, hann vill ekki vera spila til einskis. Þetta er hans hugarfar," sagði Puccinelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner