Guðmundur Karl Guðmundsson fyrirliði Fjölnis var tekinn af velli í hálfleik þegar liðið tapaði fyrir Breiðabliki í kvöld. Hann var horfinn af varamannabekknum í seinni hálfleik og sögusagnir um að hann hefði yfirgefið svæðið áður en leik lauk.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, vissi ekkert um málið þegar Fótbolti.net spurði hann út í það strax eftir leik.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, vissi ekkert um málið þegar Fótbolti.net spurði hann út í það strax eftir leik.
„Þú segir mér fréttir," sagði Ágúst sem var upptekinn af því að stýra sínu liði og tók ekki eftir því hvort Guðmundur Karl hafi horfið á braut.
„Menn voru ekki að standa sig heilt yfir í kvöld og við töpuðum sanngjarnt."
Ljóst var fyrir leikinn að Fjölnir hefði farið á toppinn með sigri og segir Ágúst mögulegt að liðið hafi bara ekki höndlað það umtal sem var í kringum það.
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























