Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. júlí 2021 15:08
Fótbolti.net
Elli Eiríks dæmir stórleik KR og Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson mun dæma stórleik KR og Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni annað kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15.

Erlendur er reyndasti starfandi dómari landsins og verður hann með Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfa Már Sigurðsson sem aðstoðardómara. Jóhann Ingi Jónsson verður fjórði dómari.

Erlendur fékk tíu í einkunn þegar hann dæmdi leik Fylkis og KA í síðustu umferð.

„Málarameistarinn og hans teymi sýndu frábæra frammistöðu. Björn Kuipers okkar Íslendinga dæmdi leikinn óaðfinnanlega," var skrifað í skýrslu um leikinn hér á Fótbolta.net.

Hér má sjá hverjir verða aðaldómarar í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar þessa helgina.

laugardagur 17. júlí
16:00 ÍA-Valur - Jóhann Ingi Jónsson

sunnudagur 18. júlí
16:00 KA-HK - Egill Arnar Sigurþórsson
19:15 FH-Fylkir - Ívar Orri Kristjánsson
19:15 KR-Breiðablik - Erlendur Eiríksson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner