sun 17. júlí 2022 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Líklegt byrjunarlið Íslands - Tvær breytingar?
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson ræða málin.
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun spilar Ísland síðasta leik sinn í riðlakeppninni á EM er við mætum Frakklandi.

Þetta verður gífurlega erfiður leikur, en það er allt hægt í þessu.



Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, talaði um það á fréttamannafundi að hann myndi koma með eitthvað óvænt inn í þennan leik á morgun.

Við spáum því að Þorsteinn geri tvær breytingar frá síðasta leik - bakvarðabreytingar. Sif Atladóttir kemur líklega aftur inn og við spáum því að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir muni byrja sinn fyrsta leik á stórmóti. Hún komi inn fyrir Hallberu Guðný Gísladóttur sem hefur byrjað fyrstu tvo leikina á mótinu.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner