Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fim 17. ágúst 2023 21:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Atli: Fyrst og fremst þakklátur
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Blendnar tilfinningar, persónulega mjög ánægður að fá að spila leikinn og spila síðasta leik og ég er kominn í það form sem ég vill vera í þótt það tók mig bara tvo leiki en svekktur að ná ekki betri úrslitum í dag, þetta var skrítinn leikur við hefðum átt að vera klínískari í fyrri hálfleik skorum þarna mark sem er flaggað rangstæða en að mestu leiti sáttur með minn leik og okkar leik, við ætluðum bara að fara út og vinna þennan leik sama hvernig færi" Sagði Brynjar Atli Bragason markmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Brynjar byrjaði leikinn gegn KA síðustu helgi í stað Antons Ara og svo byrjaði hann óvænt í dag að margra mati, kom það honum sjálfum á óvart?

"Bæði og, maður vonast alltaf eftir tækifærinu og þegar að Óskar tilkynnti liðið var ég bara ánægður með það, þægilegt að klára þann leik vel gegn KA og fannst ég vel undirbúinn í dag eftir frammistöðuna á Akureyri, bara fyrst og fremst þakklátur"

Hvernig er mórallinn í Blikaliðinu þessa dagana?

" Hann er bara góður fólk heldur alltaf að það sé svaka slæmur mórall og alltaf verið að búa til einhverjar kjaftasögur en hann er bara góður, við höfum gengið í gegnum margt, búið að vera smá sami kjarni hérna síðan að ég kom, þetta er ekkert vesen maður lendir í allskonar hlutum, við gerum jafntefli við KA og vinnum þennan leik svo þurfum við bara að vinna Keflavík, næsta einvígi og komast í Sambandsdeildina"

Myndi Brynjar segja að þessar tvær frammistöður verðskuldi að hann haldi byrjunarliðssætinu?

"Já mér finnst þær alveg verðskulda það en ég geri engar kröfur um það, það er enginn leikmaður sem gerir kröfu um að byrja það er Óskar sem sér um að velja liðið en ég treysti Óskari 100% að velja besta liðið til að takast á við næstu verkefni og ég þarf bara að kyngja því ef ég starta ekki"

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Brynjar talar um n.k. einvígi við FK Struga og hversu nálægt Blikar eru að komast í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner