Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 17. ágúst 2023 21:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Atli: Fyrst og fremst þakklátur
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Blendnar tilfinningar, persónulega mjög ánægður að fá að spila leikinn og spila síðasta leik og ég er kominn í það form sem ég vill vera í þótt það tók mig bara tvo leiki en svekktur að ná ekki betri úrslitum í dag, þetta var skrítinn leikur við hefðum átt að vera klínískari í fyrri hálfleik skorum þarna mark sem er flaggað rangstæða en að mestu leiti sáttur með minn leik og okkar leik, við ætluðum bara að fara út og vinna þennan leik sama hvernig færi" Sagði Brynjar Atli Bragason markmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Brynjar byrjaði leikinn gegn KA síðustu helgi í stað Antons Ara og svo byrjaði hann óvænt í dag að margra mati, kom það honum sjálfum á óvart?

"Bæði og, maður vonast alltaf eftir tækifærinu og þegar að Óskar tilkynnti liðið var ég bara ánægður með það, þægilegt að klára þann leik vel gegn KA og fannst ég vel undirbúinn í dag eftir frammistöðuna á Akureyri, bara fyrst og fremst þakklátur"

Hvernig er mórallinn í Blikaliðinu þessa dagana?

" Hann er bara góður fólk heldur alltaf að það sé svaka slæmur mórall og alltaf verið að búa til einhverjar kjaftasögur en hann er bara góður, við höfum gengið í gegnum margt, búið að vera smá sami kjarni hérna síðan að ég kom, þetta er ekkert vesen maður lendir í allskonar hlutum, við gerum jafntefli við KA og vinnum þennan leik svo þurfum við bara að vinna Keflavík, næsta einvígi og komast í Sambandsdeildina"

Myndi Brynjar segja að þessar tvær frammistöður verðskuldi að hann haldi byrjunarliðssætinu?

"Já mér finnst þær alveg verðskulda það en ég geri engar kröfur um það, það er enginn leikmaður sem gerir kröfu um að byrja það er Óskar sem sér um að velja liðið en ég treysti Óskari 100% að velja besta liðið til að takast á við næstu verkefni og ég þarf bara að kyngja því ef ég starta ekki"

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Brynjar talar um n.k. einvígi við FK Struga og hversu nálægt Blikar eru að komast í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner