Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 17. ágúst 2023 21:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Atli: Fyrst og fremst þakklátur
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Blendnar tilfinningar, persónulega mjög ánægður að fá að spila leikinn og spila síðasta leik og ég er kominn í það form sem ég vill vera í þótt það tók mig bara tvo leiki en svekktur að ná ekki betri úrslitum í dag, þetta var skrítinn leikur við hefðum átt að vera klínískari í fyrri hálfleik skorum þarna mark sem er flaggað rangstæða en að mestu leiti sáttur með minn leik og okkar leik, við ætluðum bara að fara út og vinna þennan leik sama hvernig færi" Sagði Brynjar Atli Bragason markmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Brynjar byrjaði leikinn gegn KA síðustu helgi í stað Antons Ara og svo byrjaði hann óvænt í dag að margra mati, kom það honum sjálfum á óvart?

"Bæði og, maður vonast alltaf eftir tækifærinu og þegar að Óskar tilkynnti liðið var ég bara ánægður með það, þægilegt að klára þann leik vel gegn KA og fannst ég vel undirbúinn í dag eftir frammistöðuna á Akureyri, bara fyrst og fremst þakklátur"

Hvernig er mórallinn í Blikaliðinu þessa dagana?

" Hann er bara góður fólk heldur alltaf að það sé svaka slæmur mórall og alltaf verið að búa til einhverjar kjaftasögur en hann er bara góður, við höfum gengið í gegnum margt, búið að vera smá sami kjarni hérna síðan að ég kom, þetta er ekkert vesen maður lendir í allskonar hlutum, við gerum jafntefli við KA og vinnum þennan leik svo þurfum við bara að vinna Keflavík, næsta einvígi og komast í Sambandsdeildina"

Myndi Brynjar segja að þessar tvær frammistöður verðskuldi að hann haldi byrjunarliðssætinu?

"Já mér finnst þær alveg verðskulda það en ég geri engar kröfur um það, það er enginn leikmaður sem gerir kröfu um að byrja það er Óskar sem sér um að velja liðið en ég treysti Óskari 100% að velja besta liðið til að takast á við næstu verkefni og ég þarf bara að kyngja því ef ég starta ekki"

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Brynjar talar um n.k. einvígi við FK Struga og hversu nálægt Blikar eru að komast í riðlakeppni.
Athugasemdir