Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 17. ágúst 2023 21:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Atli: Fyrst og fremst þakklátur
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Blendnar tilfinningar, persónulega mjög ánægður að fá að spila leikinn og spila síðasta leik og ég er kominn í það form sem ég vill vera í þótt það tók mig bara tvo leiki en svekktur að ná ekki betri úrslitum í dag, þetta var skrítinn leikur við hefðum átt að vera klínískari í fyrri hálfleik skorum þarna mark sem er flaggað rangstæða en að mestu leiti sáttur með minn leik og okkar leik, við ætluðum bara að fara út og vinna þennan leik sama hvernig færi" Sagði Brynjar Atli Bragason markmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Brynjar byrjaði leikinn gegn KA síðustu helgi í stað Antons Ara og svo byrjaði hann óvænt í dag að margra mati, kom það honum sjálfum á óvart?

"Bæði og, maður vonast alltaf eftir tækifærinu og þegar að Óskar tilkynnti liðið var ég bara ánægður með það, þægilegt að klára þann leik vel gegn KA og fannst ég vel undirbúinn í dag eftir frammistöðuna á Akureyri, bara fyrst og fremst þakklátur"

Hvernig er mórallinn í Blikaliðinu þessa dagana?

" Hann er bara góður fólk heldur alltaf að það sé svaka slæmur mórall og alltaf verið að búa til einhverjar kjaftasögur en hann er bara góður, við höfum gengið í gegnum margt, búið að vera smá sami kjarni hérna síðan að ég kom, þetta er ekkert vesen maður lendir í allskonar hlutum, við gerum jafntefli við KA og vinnum þennan leik svo þurfum við bara að vinna Keflavík, næsta einvígi og komast í Sambandsdeildina"

Myndi Brynjar segja að þessar tvær frammistöður verðskuldi að hann haldi byrjunarliðssætinu?

"Já mér finnst þær alveg verðskulda það en ég geri engar kröfur um það, það er enginn leikmaður sem gerir kröfu um að byrja það er Óskar sem sér um að velja liðið en ég treysti Óskari 100% að velja besta liðið til að takast á við næstu verkefni og ég þarf bara að kyngja því ef ég starta ekki"

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Brynjar talar um n.k. einvígi við FK Struga og hversu nálægt Blikar eru að komast í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner