Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 17. ágúst 2023 21:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Atli: Fyrst og fremst þakklátur
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Brynjar Atli verið flottur í fjarveru Antons Ara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Blendnar tilfinningar, persónulega mjög ánægður að fá að spila leikinn og spila síðasta leik og ég er kominn í það form sem ég vill vera í þótt það tók mig bara tvo leiki en svekktur að ná ekki betri úrslitum í dag, þetta var skrítinn leikur við hefðum átt að vera klínískari í fyrri hálfleik skorum þarna mark sem er flaggað rangstæða en að mestu leiti sáttur með minn leik og okkar leik, við ætluðum bara að fara út og vinna þennan leik sama hvernig færi" Sagði Brynjar Atli Bragason markmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Brynjar byrjaði leikinn gegn KA síðustu helgi í stað Antons Ara og svo byrjaði hann óvænt í dag að margra mati, kom það honum sjálfum á óvart?

"Bæði og, maður vonast alltaf eftir tækifærinu og þegar að Óskar tilkynnti liðið var ég bara ánægður með það, þægilegt að klára þann leik vel gegn KA og fannst ég vel undirbúinn í dag eftir frammistöðuna á Akureyri, bara fyrst og fremst þakklátur"

Hvernig er mórallinn í Blikaliðinu þessa dagana?

" Hann er bara góður fólk heldur alltaf að það sé svaka slæmur mórall og alltaf verið að búa til einhverjar kjaftasögur en hann er bara góður, við höfum gengið í gegnum margt, búið að vera smá sami kjarni hérna síðan að ég kom, þetta er ekkert vesen maður lendir í allskonar hlutum, við gerum jafntefli við KA og vinnum þennan leik svo þurfum við bara að vinna Keflavík, næsta einvígi og komast í Sambandsdeildina"

Myndi Brynjar segja að þessar tvær frammistöður verðskuldi að hann haldi byrjunarliðssætinu?

"Já mér finnst þær alveg verðskulda það en ég geri engar kröfur um það, það er enginn leikmaður sem gerir kröfu um að byrja það er Óskar sem sér um að velja liðið en ég treysti Óskari 100% að velja besta liðið til að takast á við næstu verkefni og ég þarf bara að kyngja því ef ég starta ekki"

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Brynjar talar um n.k. einvígi við FK Struga og hversu nálægt Blikar eru að komast í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner