Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   fim 17. ágúst 2023 20:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Þeir voru í köðlunum
Það hefði verið auðvelt fyrir menn að vera litlir í sér eftir erfiðan leik úti
Það hefði verið auðvelt fyrir menn að vera litlir í sér eftir erfiðan leik úti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
"Ég met hann sem öfluga frammistöðu, ég talaði um það fyrir leikinn að við þyrftum að ná góðri frammistöðu það var það sem við göngum fyrir það er bensínið okkar að spila vel og standa sig vel svo vissum við að það væri alltaf brattan á að sækja að vinna upp þetta forskot sem þeir voru með en svona eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvað hefði gerst ef Kleimint hefði ekki skallað í stöngina þá hefði verið gaman að sjá hvað hefði gerst því þeir voru í köðlunum og ég var ánægður með það og svarið. Það hefði verið auðvelt fyrir menn að vera litlir í sér eftir erfiðan leik úti en við vorum öflugir og kröftugir, það er ég ánægður með" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar en Blikar töpuðu einvíginu samtals 3-6.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Zrinjski Mostar

Zrinjski Mostar voru auðvitað með fjögurra marka forystu fyrir leikinn í dag og sýndu lítið úti á velli, hvernig fannst Óskari andstæðingurinn í dag?

"Mér fannst þeir ekki vera góðir, ég veit ekki hvort það hafi verið blanda af því að við klesstum á vegg í fyrri leiknum og þeir með góða fótboltamenn, en þegar það var kveikt á okkur og við spiluðum nálægt því besta sem við getum þá fannst mér við betri en þeir en það er bara eitthvað sem við verðum að taka úr þessu einvígi, líka bara lærdómurinn af því, við verðum að reyna halda meiri stöðugleika í frammistöðunni, við höfum líka glímt við það gegn FCK, frábærir fyrstu 30 gegn FCK á Parken og stjórnuðum leiknum en svo dettum við niður og svo þegar við dettum niður þá er fallið oft svo svakalegt og við verðum að minnka það og í þessu einvígi sem er framundan verðum við fjölga mínútunum sem við erum stöðugir og fækka mínutunum þar sem við missum af lestinni, þannig það er lærdómurinn"

Blikar spila í úrslitaeinvíginu um sæti í Sambandsdeildinni gegn FK Struga frá N-Makedóníu en leikurinn úti fer fram í Albaníu þar sem heimavöllur Struga er ekki löglegur og þjóðarleikvangurinn í Skopje er í endurbyggingu, eftir skellinn í Bosníu munu Blikar nálgast leikinn öðruvísi?

" Við þurfum að læra af leiknum úti og nálgast leikinn á aðeins öðruvísi hátt en leikinn úti í Bosníu. Ég held að það sé mikilvægast að við séum harðir, ég held að það verði lykilatriði þarna úti að við séum harðir, grimmir og ´ lazer-fókurseraðir ´, reyna halda einbeitingunni eins og við getum og fækka mínútunum þar sem við erum ekki einbeittir. Ég hef séð einhverja tvo til þrjá leiki með þessu liði og þetta er ágætis lið en þetta er lið sem við eigum að geta unnið"

Möguleikarnir þá góðir gegn FC Struga að mati Óskars?

"Þeir eru auðvitað ekki betri en frammistöðurnar sem við komum með að borðinu, ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við mjög góða möguleika ef við erum ekki góðir þá skiptir engu máli hverjum þú mætir í Evrópu, þá ertu bara kjöldreginn og við verðum bara að hafa það hugfast og það er ekkert annað en okkar allra besta frammistaða í báðum þessum leikjum sem skiptir máli. Það má ekki gleyma heldur við eigum þrjá leiki á stuttum tíma við spilum við Keflavík á sunnudaginn, förum til Albaníu á þriðjudaginn leikur þar á fimmtudegi svo Víkingur á sunnudaginn þar á eftir svo Struga heima á fimmtudeginum eftir á og svo FH á sunnudeginum þannig megum ekki gleyma við erum í deildinni líka"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar talar um róteringar á byrjunarliðinu, frammistöðu Brynjars Atla, meiðsli Kidda Steindórs og fleira.
Athugasemdir
banner
banner