Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 17. september 2020 19:06
Aksentije Milisic
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH og Víkingur áttust við í Pepsi Max deildinni í dag í Hafnarfirði.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamann þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson gerði eina mark leiksins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur með úrslitin en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna og sagði að þeir hafi algjörlega stjórnað leiknum í dag.

„Mjög ánægður með leikinn. Við vorum virkilega flottir í dag, á móti liði eins og FH á þeirra heimavelli. Vorum að dóminera leikinn nánast í 90. mínútur," sagði Arnar.

„Við erum að skapa, inn á milli fáum við skyndisóknir á okkur og þá fáum við færin á okkur. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að við komum á heimavelli hjá Val og FH og ef ég væri þar þá væri ég ekki sáttur með að dóminera ekki leikina. En þeir eru að vinna leiki, sem að reynslan sínir þeim. Þeir eru með reynslumikla leikmenn sem refsa."

Arnar var spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner