Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 17. september 2020 19:06
Aksentije Milisic
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH og Víkingur áttust við í Pepsi Max deildinni í dag í Hafnarfirði.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamann þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson gerði eina mark leiksins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur með úrslitin en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna og sagði að þeir hafi algjörlega stjórnað leiknum í dag.

„Mjög ánægður með leikinn. Við vorum virkilega flottir í dag, á móti liði eins og FH á þeirra heimavelli. Vorum að dóminera leikinn nánast í 90. mínútur," sagði Arnar.

„Við erum að skapa, inn á milli fáum við skyndisóknir á okkur og þá fáum við færin á okkur. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að við komum á heimavelli hjá Val og FH og ef ég væri þar þá væri ég ekki sáttur með að dóminera ekki leikina. En þeir eru að vinna leiki, sem að reynslan sínir þeim. Þeir eru með reynslumikla leikmenn sem refsa."

Arnar var spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner