Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 17. september 2020 19:06
Aksentije Milisic
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH og Víkingur áttust við í Pepsi Max deildinni í dag í Hafnarfirði.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamann þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson gerði eina mark leiksins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur með úrslitin en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna og sagði að þeir hafi algjörlega stjórnað leiknum í dag.

„Mjög ánægður með leikinn. Við vorum virkilega flottir í dag, á móti liði eins og FH á þeirra heimavelli. Vorum að dóminera leikinn nánast í 90. mínútur," sagði Arnar.

„Við erum að skapa, inn á milli fáum við skyndisóknir á okkur og þá fáum við færin á okkur. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að við komum á heimavelli hjá Val og FH og ef ég væri þar þá væri ég ekki sáttur með að dóminera ekki leikina. En þeir eru að vinna leiki, sem að reynslan sínir þeim. Þeir eru með reynslumikla leikmenn sem refsa."

Arnar var spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner