Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 17. september 2020 19:06
Aksentije Milisic
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH og Víkingur áttust við í Pepsi Max deildinni í dag í Hafnarfirði.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamann þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson gerði eina mark leiksins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur með úrslitin en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna og sagði að þeir hafi algjörlega stjórnað leiknum í dag.

„Mjög ánægður með leikinn. Við vorum virkilega flottir í dag, á móti liði eins og FH á þeirra heimavelli. Vorum að dóminera leikinn nánast í 90. mínútur," sagði Arnar.

„Við erum að skapa, inn á milli fáum við skyndisóknir á okkur og þá fáum við færin á okkur. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að við komum á heimavelli hjá Val og FH og ef ég væri þar þá væri ég ekki sáttur með að dóminera ekki leikina. En þeir eru að vinna leiki, sem að reynslan sínir þeim. Þeir eru með reynslumikla leikmenn sem refsa."

Arnar var spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner