Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 17. september 2020 19:06
Aksentije Milisic
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH og Víkingur áttust við í Pepsi Max deildinni í dag í Hafnarfirði.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamann þar sem Hjörtur Logi Valgarðsson gerði eina mark leiksins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur með úrslitin en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna og sagði að þeir hafi algjörlega stjórnað leiknum í dag.

„Mjög ánægður með leikinn. Við vorum virkilega flottir í dag, á móti liði eins og FH á þeirra heimavelli. Vorum að dóminera leikinn nánast í 90. mínútur," sagði Arnar.

„Við erum að skapa, inn á milli fáum við skyndisóknir á okkur og þá fáum við færin á okkur. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að við komum á heimavelli hjá Val og FH og ef ég væri þar þá væri ég ekki sáttur með að dóminera ekki leikina. En þeir eru að vinna leiki, sem að reynslan sínir þeim. Þeir eru með reynslumikla leikmenn sem refsa."

Arnar var spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner