Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. september 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Segja fjögur sterkustu liðin í 4. deildinni mætast í 8-liða úrslitum
Úr leik hjá Kríu og KH í sumar. Þeim er spáð góðu gengi í úrslitakeppninni.
Úr leik hjá Kríu og KH í sumar. Þeim er spáð góðu gengi í úrslitakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magnús Valur Böðvarsson telur að tvö einvígi í úrslitakeppni 4. deildarinnar séu sterkari en hin tvö einvígin.

Magnús Valur telur að sigurvegarinn úr leik ÍH og Kríu klári dæmið í undanúrslitum og fari upp í 3. deild sem og sigurvegarinn úr leik Hamars og KH í 8-liða úrslitunum.

„Ég held að Kormákur/Hvöt eða KÁ tapi annað hvort fyrir Kríu eða ÍH," sagði Magnús Valur.

„Það er sama hinumeginn. KH eða Hamar kemst áfram og þá skiptir ekki máli hvort þeir mæti KFR eða KFS, ég held að það verði sigurvegarinn."

Axel Örn Sæmundsson var sammála Magnúsi um að þessi fjögur lið séu þau sterkustu í úrslitakeppninni. „Ég held að ÍH, Kría, KH og Hamar fari upp, eitthvað af þessum fjórum liðum," sagði Axel.

„Ég væri mikið til í að sjá í undanúrslitum KFR-Hamar. Alvöru Suðurlandsslag. Alvöru derby. Þá yrði allt vitlaust," sagði Axel.

8-liða úrslitin:
Kormákur/Hvöt - KÁ
Hamar - KH
KFS - KFR
Kría - ÍH

Undanúrslitin:
KÁ/Kormákur/Hvöt - ÍH/Kría
KFR/KFS - KH/Hamar

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Passion league - Úrslitakeppnin framundan í 4. deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner