Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Hiti á æfingu Newcastle - Pogba ánægður með sumarkaupin
Powerade
Dwight Gayle á æfingu Newcastle. Hann er pirraður yfir litlum spiltíma.
Dwight Gayle á æfingu Newcastle. Hann er pirraður yfir litlum spiltíma.
Mynd: Getty Images
Samningamál Rudiger eru mikið í umræðunni.
Samningamál Rudiger eru mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Sæti Ronald Koeman er heitt.
Sæti Ronald Koeman er heitt.
Mynd: EPA
Werner, Rudiger, Pogba, Fati, Vlahovic, Ginter og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Graeme Jones, aðstoðarstjóra Newcastle, og sóknarmanninum Dwight Gayle (30) lenti saman á æfingu. Hávaðarifrildi skapaðist og þurfti fyrirliðinn Jamaal Lascelles að stöðva átökin og skilja þá að. (Mail)

Rafael Benítez, stjóri Everton, hefur sett í forgang að fá inn hágæða miðvörð í janúarglugganum. (Football Insider)

Timo Werner (25) er einn af fjórum leikmönnum sem Borussia Dortmund er að skoða að fá ef Erling Haaland (21) yfirgefur félagið næsta sumar. (SportBild)

Samningur Antonio Rudiger (28) rennur út næsta sumar og viðræður um að framlengja samningi þýska varnarmannsins hafa gengið brösuglega. (Times)

Barcelona vonast til að fá Paul Pogba (28) á frjálsri sölu frá Manchester United næsta sumar. Félagið mun þó væntanlega fá samkeppni frá PSG, Juventus og Real Madrid. (Fichajes)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hyggst færa miðjumanninn Charlie Patino (17) upp í aðalliðshópinn eftir fréttir um að Barcelona væri að fylgjast með þessum enska unglingalandsliðsmanni. (Mirror)

Juventus hefur áhuga á Alexander Laczette (30), sóknarmanni Arsenal. (Calciomercato)

Rocco Commisso (21), eigandi Fiorentina, er óviss um hvort serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (21), sem hefur verið orðaður við Manchester City, Atletico Madrid og Juventus, muni framlengja samning sinn við félagið. (Calciomercato)

Nokkrir stjórnarmenn Barcelona vilja að forsetinn Joan Laporta reki Ronald Koeman eftir 0-3 tapið á heimavelli gegn Bayern München. (AS)

Jesse Lingard (28) er ekki á förum frá Manchester United að sögn Ole Gunnar Solskjær. (Sky Sports)

Paul Pogba (28) er sagður hlynntari hugmyndinni að vera áfram hjá Manchester United þar sem hann er ánægður með leikmannakaup sumarsins. (Sky Sports)

Tottenham hefur áhuga á Matthias Ginter (27), varnarmanni Borussia Mönchengladbach, en fær samkeppni frá Bayern München og Real Madrid um þýska landsliðsmanninn. (Calciomercato)

Leeds hefur hafið viðræður um nýjan samning við miðjumanninn Kalvin Phillips (25). (Football Insider)

Steve Cooper, fyrrum stjóri Swansea, er líklegastur til að taka við Nottingham Forest eftir að Chris Hughton var rekinn. (Guardian)

Spænski framherjinn Ansu Fati (18) er kominn skrefi nær því að skrifa undir nýjan samning við Barcelona en umboðsmaðurinn hans er mættur í viðræður við spænska félagið. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner