Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 17. september 2021 20:14
Victor Pálsson
Segja miklar líkur á að Minamino byrji
The Liverpool Echo telur miklar líkur á því að Takumi Minamino geti byrjað leik Liverpool gegn Crystal Palace á morgun.

Minamino hefur lítið sýnt í rauða búningnum og var lánaður til Southampton á síðustu leiktíð.

Sadio Mane var hvíldur í leik gegn AC Milan á miðvikudag og fékk Divock Origi tækifæri í fremstu víglínu.

Mohamed Salah verður líklega á sínum stað í framlínu Liverpool og þá með Mane og Minamino sér við hlið.

Minamino er 26 ára gamall sóknarmaður og á að baki 19 deildarleiki fyrir Liverpool og skorað í þeim eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner