Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. september 2022 13:09
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Breiðabliks og ÍBV: Oliver inn - Ísak Snær í leikbanni
Oliver Sigurjónsson
Oliver Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Núna klukkan 14:00 hefst leikur Breiðabliks og ÍBV í síðustu umferð Bestu deildar karla en framundan er úrslitakeppni þegar deildinni verður skipt niður í tvo hluta. Breiðablik situr á toppi deildarinnar með 6.stiga forskot á Víkinga frá Reykjavík og Blikar verða að halda einbeitingu út leiktíðina en mísstígi þeir sig hér í dag og Víkingar vinna sinn leik þá munar aðeins einu sinni á þessum tveimur liðum.  Gestirnir úr Eyjum sitja fyrir leik dagsins í níunda sæti með 20.stig. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn KA í síðustu umferð. Ísak Snær Þorvaldsson tekur út leikbann í dag og Oliver Sigurjónsson kemur inn í liðið í hans stað.

Hermann Hreiðarsson gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð. Kundai Benyu kemur inn í liðið í staðin fyrir Halldór Jón Þórðarson sem er utan hóps hjá ÍBV í dag.

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið ÍBV:
0. Guðjón Orri Sigurjónsson
0. Andri Rúnar Bjarnason
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
6. Kundai Benyu
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
42. Elvis Bwomono
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner