Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 16:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Ég man bara ekki eftir svona
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Rosalegur leikur. Ég man bara ekki eftir svona. Ég spáði honum 1 eða 2-0 fyrir okkur en þetta voru haugur af mörkum og lítið um varnarleik í fyrri hálfleik en við spiluðum þó betri vörn í seinni en frábær sóknarleikur hjá okkur og geggjað að skora 8 mörk á útivelli, þetta var mjög opin leikur og skemmtilegur fyrir áhorfendur en því miður dugði það ekki til að enda í 6.sæti og fara í úrslitakeppni efri hlutans en við tökum þetta alltaf, 8-4 á útivelli gegn góðu liði." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

Keflvíkingar voru án nokkra lykilmanna í leiknum í dag en það mátti þó ekki sjá það á spilamennsku liðsins sóknarlega.

„Menn stigu upp sem fengu tækifærið og mér fannst Ernir spila frábærlega djúpur á miðjunni og það voru fleirri sem komu inn og nýttu sénsin vel og það komu líka meiðsli en það kemur bara maður í manns stað og þeir voru staðráðnir í að sanna sig sem komu inn og það er jákvætt að það sé samkeppni í liðinu." 

Joey Gibbs var meðal markaskorara í dag en hann hefur nú skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum eftir að hafa skorað aðeins eitt fyrir það á tímabilinu.

„Það er frábært, hann er búin að vera ofboðslega mikilvægur fyrir okkur í sumar þó hann hafi ekki skorað mikið af mörkum fyrri hlutan. Hann spilaði meiddur fyrstu 12-13 umferðinnar og síðan fór hann til Ástralíu og kom tilbaka og nátturlega stórar breytingar í lífi hans og missti aðeins úr en hann er núna að koma mjög sterkur inn og ég á von á honum mjög sterkum í úrslitakeppninni.

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner