Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Adda um fjarveru Péturs: Ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu skipulagsleysi
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
   lau 17. september 2022 16:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Ég man bara ekki eftir svona
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Rosalegur leikur. Ég man bara ekki eftir svona. Ég spáði honum 1 eða 2-0 fyrir okkur en þetta voru haugur af mörkum og lítið um varnarleik í fyrri hálfleik en við spiluðum þó betri vörn í seinni en frábær sóknarleikur hjá okkur og geggjað að skora 8 mörk á útivelli, þetta var mjög opin leikur og skemmtilegur fyrir áhorfendur en því miður dugði það ekki til að enda í 6.sæti og fara í úrslitakeppni efri hlutans en við tökum þetta alltaf, 8-4 á útivelli gegn góðu liði." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

Keflvíkingar voru án nokkra lykilmanna í leiknum í dag en það mátti þó ekki sjá það á spilamennsku liðsins sóknarlega.

„Menn stigu upp sem fengu tækifærið og mér fannst Ernir spila frábærlega djúpur á miðjunni og það voru fleirri sem komu inn og nýttu sénsin vel og það komu líka meiðsli en það kemur bara maður í manns stað og þeir voru staðráðnir í að sanna sig sem komu inn og það er jákvætt að það sé samkeppni í liðinu." 

Joey Gibbs var meðal markaskorara í dag en hann hefur nú skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum eftir að hafa skorað aðeins eitt fyrir það á tímabilinu.

„Það er frábært, hann er búin að vera ofboðslega mikilvægur fyrir okkur í sumar þó hann hafi ekki skorað mikið af mörkum fyrri hlutan. Hann spilaði meiddur fyrstu 12-13 umferðinnar og síðan fór hann til Ástralíu og kom tilbaka og nátturlega stórar breytingar í lífi hans og missti aðeins úr en hann er núna að koma mjög sterkur inn og ég á von á honum mjög sterkum í úrslitakeppninni.

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner