Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 17. september 2022 16:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Ég man bara ekki eftir svona
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í stórkostlegum fótboltaleik sem bauð upp á fullt af mörkum. 

Möguleikinn á 6.sæti deildarinnar og um leið síðasta sætið fyrir topp 6 úrslitakeppnina var fyrir hendi en til þess þurftu liðin að treysta á að Stjarnan myndi ekki sigra sinn leik en Stjörnumenn sigruðu FH svo Keflvíkingar enduðu í 7.sæti deildarinnar og náðu ekki inn í efri hlutan. 


Lestu um leikinn: Fram 4 -  8 Keflavík

„Rosalegur leikur. Ég man bara ekki eftir svona. Ég spáði honum 1 eða 2-0 fyrir okkur en þetta voru haugur af mörkum og lítið um varnarleik í fyrri hálfleik en við spiluðum þó betri vörn í seinni en frábær sóknarleikur hjá okkur og geggjað að skora 8 mörk á útivelli, þetta var mjög opin leikur og skemmtilegur fyrir áhorfendur en því miður dugði það ekki til að enda í 6.sæti og fara í úrslitakeppni efri hlutans en við tökum þetta alltaf, 8-4 á útivelli gegn góðu liði." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

Keflvíkingar voru án nokkra lykilmanna í leiknum í dag en það mátti þó ekki sjá það á spilamennsku liðsins sóknarlega.

„Menn stigu upp sem fengu tækifærið og mér fannst Ernir spila frábærlega djúpur á miðjunni og það voru fleirri sem komu inn og nýttu sénsin vel og það komu líka meiðsli en það kemur bara maður í manns stað og þeir voru staðráðnir í að sanna sig sem komu inn og það er jákvætt að það sé samkeppni í liðinu." 

Joey Gibbs var meðal markaskorara í dag en hann hefur nú skorað 2 mörk í síðustu 3 leikjum eftir að hafa skorað aðeins eitt fyrir það á tímabilinu.

„Það er frábært, hann er búin að vera ofboðslega mikilvægur fyrir okkur í sumar þó hann hafi ekki skorað mikið af mörkum fyrri hlutan. Hann spilaði meiddur fyrstu 12-13 umferðinnar og síðan fór hann til Ástralíu og kom tilbaka og nátturlega stórar breytingar í lífi hans og missti aðeins úr en hann er núna að koma mjög sterkur inn og ég á von á honum mjög sterkum í úrslitakeppninni.

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner