Það er gríðarleg spenna um Evrópusæti í Bestu deild kvenna en Breiðablik missti 2. sætið til Stjörnunnar eftir úrslit síðustu umferðar.
Liðin mættust í dag á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.
Katrín Ásbjörnsdóttir kom liðinu yfir en Andrea Rut Bjarnadóttir gulltryggði sigurinn. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 7. ágúst.
Þór/KA tapaði fyrsta leiknum í úrslitakeppninni en hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir sigur á Þrótti í dag.
Sandra María Jessen kom liðinu yfir áður en Jakobína Hjörvarsdóttir gulltryggði sigurinn. Liðið er í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Þrótti og þremur stigum á eftir Stjörnunni.
Íslandsmeistarar Vals fengu FH í heimsókn og unnu sinn fyrsta leik eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('45 )
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('69 )
Lestu um leikinn
Þróttur R. 0 - 2 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('48 )
0-2 Jakobína Hjörvarsdóttir ('70 )
Lestu um leikinn
Valur 3 - 1 FH
1-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('30 )
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('41 )
2-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('65 )
3-1 Laura Frank ('93 )
Lestu um leikinn
Frábær 2-0 sigur á Stjörnunni, tilfinningin er góð ???? pic.twitter.com/RYafUqvUTJ
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 17, 2023
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |