Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   þri 17. september 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag fagnaði ekki eftir stórsigurinn - „Ég var ekki eyðilagður eftir leikinn gegn Liverpool“
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, sá ekki ástæðu til þessa að fagna 7-0 stórsigrinum á Barnsley í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Sjálfstraust United-liðsins var ekki hátt eftir 3-0 tapið gegn Liverpool í byrjun september mánaðar en það fer hækkandi eftir sigra í tveimur síðustu leikjum liðsins.

United vann Southampton með þremur mörkum gegn engu um helgina. Ten Hag gaf mörgum tækifæri í kvöld og var frammistaðan allt í allt mjög góð, þó að andstæðingurinn hafi verið arfaslakur.

„Ég var ekki eyðilagður eftir leikinn gegn Liverpool og ég er ekki heldur að fagna núna. Sjáum bara til hvar við verðum í maí, því þá þurfum við við að sýna okkar besta,“ sagði Ten Hag.

Marcus Rashford skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum. Hann skoraði einnig um helgina og er Ten Hag að vonast til þess að hann sé að nálgast sitt gamla form.

„Það getur skipt sköpum að vera með leikmann í hópnum sem tryggir það að skora mörk. Það er hægt að gera margt gott á milli teiga, en fótboltaleikir ráðast í teignum.“

„Sjálfstraust er stór hluti af þessu og Rashford er stór náungi. Hann hefur skorað svo mörg mörk og er á lista yfir markahæstu menn United, en maður þarf samt að sanna sig í hvert einasta skipti,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner