Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. október 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Ætlaði að kýla Wenger eftir leik
Clive Allen og Arsene Wenger á hliðarlínunni.
Clive Allen og Arsene Wenger á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Clive Allen, fyrrum þjálfari hjá Tottenham, segir að markvörðurinn Carlo Cudicini hafi komið í veg fyrir að hann hafi kýlt Arsene Wenger eftir leik gegn Arsenal árið 2011.

Tottenham vann leikinn 2-1 en eftir leikinn vildi Wenger ekki taka í höndina á Allen.

„Ég setti höndina út en hann labbaði framhjá mér af því að þeir töpuðum. Ég elti hann niður í leikmannagöngin," sagði Allen í ævisögu sinni sem er að koma út.

„Ertu maður eða mús? Taktu í höndina á mér' öskraði ég á hann. Hann vildi það ekki."

„Þarna missti ég stjórn á mér. Ég öskraði á hann og var klár í að slá hann. Þegar ég var að fara að sveifla höndinni í áttina að honum bjargaði varamarkvörðurinn Carlo Cudicini deginum. Hann setti hönd sína yfir öxlina mína."

Athugasemdir
banner
banner
banner