Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona og Real Madrid vilja ekki spila á Bernabeu
Barcelona og Real Madrid mætast líklega ekki fyrr en í desember
Barcelona og Real Madrid mætast líklega ekki fyrr en í desember
Mynd: Getty Images
Leikur Barcelona og Real Madrid átti að fara fram á Nou Camp þann 26. október næstkomandi en ljóst er að það verður ekkert af því vegna mótmæla í Katalóníu.

Spænska knattspyrnusambandið og spænska deildin buðu liðunum að spila á Santiago Bernabeu en bæði félög neituðu boðinu.

Stefnan er því að spila El Clasico á Nou Camp í desember þar sem stór mótmæli eru skipulögð í Barcelona 26. október.

Þá eru miklar líkur á því að Börsungar þurfi að taka rútu í leik sinn gegn Eibar um helgina vegna mótmæla á flugvellinum í Barcelona.

Mótmælendur hafa verið áberandi í Barcelona undanfarna daga en þeir hafa verið að mótmæla fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner