Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 17. október 2021 23:30
Victor Pálsson
Bartomeu: Mistök að leyfa Messi að fara
Mynd: EPA
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, segir að það hafi verið mistök hjá félaginu að hleypa Lionel Messi burt í sumar.

Það var í raun ekki annað í boði fyrir spænska stórliðið sem er í miklum fjárhagsvandræðum og fór Messi frítt til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Bartomeu er sá maður sem flestir kenna um slæman fjárhag félagsins en hann var leystur af hólmi fyrr á þessu ári.

Þrátt fyrir það þá vill Bartomeu meina að mistökin hafi verið félagsins og talar á sama tíma mjög vel um Argentínumanninn sem hafði leikið allan sinn atvinnumannaferil á Spáni.

„Ég hef alltaf talið það mikilvægt að hafa Messi með okkur, ekki bara vegna þess að hann er sá besti í heiminum heldur líka hvað hann gerir fyrir fjárhag félagsins og kjarnann,“ sagði Bartomeu.

„Það voru mistök að leyfa Messi að fara. Hann stendur fyrir miklu meira en bara fótboltamann.“
Athugasemdir