Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 17. desember 2021 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa tekinn við Öster (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson, leikmaður Öster, er að fá nýjan þjálfara því Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, mun taka við sænska liðinu um áramótin.

Túfa var aðstoðarþjálfari Vals tímabilin 2020 og 2021 og aðstoðaði þar Heimi Guðjónsson. Þar á undan var hann þjálfari KA og Grindavíkur en hann kom fyrst til Íslands árið 2006, spilaði með KA til ársins 2012 og tók í kjölfarið við sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Öster spilar næstefstu deild í Svíþjóð og endaði í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir neðan Helsingborg sem endaði á því að fara upp um deild eftir umspil.

Túfa til aðstoðar verður Torbjörn Arvildsson. Denis Velic stýrði Öster á liðnu tímabili en ákvað að hætta eftir tímabilið.

Túfa skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

„Valur óskar Tufa velfarnaðar í nýju starfi og þökkum honum fyrir þann tíma sem hann hefur verið í Val," segir í tilkynningu Vals um tíðindin.
Athugasemdir
banner
banner