Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 17. desember 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Björn Bragi gefur út Krakkakviss fótboltaspil
Mynd: Aðsend

Krakkakviss: Fótbolti er nýtt spurningaspil fyrir krakka um fótbolta. Það er útgáfan Fullt tungl sem gefur út spilið en eigandi hennar er sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson.


„Þetta er auðvitað mikið fótboltaár, bæði HM karla núna og EM kvenna í sumar, þannig að það var tilvalið að gefa þetta út núna,“ segir Björn Bragi.

„Spilið inniheldur 300 skemmtilegar spurningar fyrir krakka um allt sem tengist fótbolta. HM, EM, enska boltann, Meistaradeildina, íslenska karla- og kvennalandsliðið og allt þar á milli,“ segir hann.

Hann segir að spurningarnar í fótboltaspilinu séu miserfiðar þannig að það eigi að geta hentað fyrir breiðan aldur.

Björn Bragi stýrir spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 og hefur gefið út spurningaspilin Pöbbkviss og Krakkakviss samhliða þeim. „Ég er náttúrulega illa haldinn spurninganörd og mikill fótboltaáhugamaður þannig að það var mjög gaman að gera fótboltaspilið.“

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá kempurnar Gumma Ben og Hannes Þór Halldórsson spreyta sig í Krakkakviss: Fótbolta á móti verðugum andstæðingum.


Athugasemdir
banner
banner