Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 17. desember 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Björn Bragi gefur út Krakkakviss fótboltaspil
Mynd: Aðsend

Krakkakviss: Fótbolti er nýtt spurningaspil fyrir krakka um fótbolta. Það er útgáfan Fullt tungl sem gefur út spilið en eigandi hennar er sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson.


„Þetta er auðvitað mikið fótboltaár, bæði HM karla núna og EM kvenna í sumar, þannig að það var tilvalið að gefa þetta út núna,“ segir Björn Bragi.

„Spilið inniheldur 300 skemmtilegar spurningar fyrir krakka um allt sem tengist fótbolta. HM, EM, enska boltann, Meistaradeildina, íslenska karla- og kvennalandsliðið og allt þar á milli,“ segir hann.

Hann segir að spurningarnar í fótboltaspilinu séu miserfiðar þannig að það eigi að geta hentað fyrir breiðan aldur.

Björn Bragi stýrir spurningaþættinum Kviss á Stöð 2 og hefur gefið út spurningaspilin Pöbbkviss og Krakkakviss samhliða þeim. „Ég er náttúrulega illa haldinn spurninganörd og mikill fótboltaáhugamaður þannig að það var mjög gaman að gera fótboltaspilið.“

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá kempurnar Gumma Ben og Hannes Þór Halldórsson spreyta sig í Krakkakviss: Fótbolta á móti verðugum andstæðingum.


Athugasemdir
banner