Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   þri 17. desember 2024 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Axel Freyr í Leikni R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. var að styrkja leikmannahópinn sinn með klókum kantmanni sem kemur úr röðum Fjölnis.

Axel Freyr er 25 ára gamall en þá þrátt fyrir það yfir 100 leiki að baki í næstefstu deild Íslandsmótsins, auk þess að eiga 24 leiki í efstu deild.

Axel lék með Breiðablik og Fram í yngri flokkum og tók sín fyrstu skref með meistaraflokki Fram sumarið 2016. Síðan þá hefur Axel komið við á nokkrum stöðum þar sem hann lék fyrir Gróttu, Víking R. og Kórdrengi áður en hann gekk til liðs við Fjölni fyrir síðustu leiktíð.

Nú reynir Axel fyrir sér hjá Leikni sem leikur í Lengjudeildinni ásamt Fjölni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner