Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. janúar 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aubameyang svarar fyrir sig - „Þarf að huga að heilsunni"
Mynd: EPA
Pierre Emerick Aubameyang leikmaður Gabon og Arsenal hefur verið sendur aftur til London af Afríkumótinu vegna hjartavandamála.

Hann greindist með Covid rétt fyrir Afríkumótið en hann hefur fengið mikla gagnrýni á sig eftir að það sást til hans á djamminu í Dúbaí rétt fyrir mótið.

Margir hafa talið að hegðunarvandamál séu ástæða þess að hann hefur verið sendur heim en samherji hans í landsliði Gabon, Mario Lemina, hefur einnig verið sendur heim til Nice þar sem hann leikur. Hann var með honum á djamminu en hann er einnig sagður vera með hjartavandamál eftir að hafa greinst með Covid.

Þeir segja báðir að ástæðan fyrir því að þeir hafi verið sendir heim séu heilsunnar vegna en ekki vegna slæmrar hegðunnar.

„Við erum með vandamál sem er nú þegar erfitt að leysa, ofan á það eru þessar sögusagnir, til að gera langa sögu stutta þá þurfum við að huga að heilsunni," skrifaði Aubameyang á Twitter síðu sína.

Aubameyang kom sér einnig í vandræði í herbúðum Arsenal seint á síðasta ári þar sem hann heimsótti móður sína í Frakklandi en skilaði sér of seint til baka á æfingu.

Mikel Arteta stjóri Arsenal hafði lítinn húmor fyrir því og hrifsaði af honum fyrirliðabandinu og hann hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner