Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. janúar 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Spænska landsliðið spilar í Barcelona í fyrsta sinn í átján ár
Mótmæli í Katalóníu.
Mótmæli í Katalóníu.
Mynd: Getty Images
Spænska landsliðið mun spila leik í Barcelona síðar á þessu ári en átján ár eru síðan liðið lék síðast í Katalóníu.

Spánn er ekki með sérstakan þjóðarleikvang og leikur landsliðið víða um landið, liðið hefur spilað í Madrid, Valencia, Sevilla, Bilbao og víðar.

Barcelona er ein mesta fótboltaborg heims en ástæðan fyrir því að spænska liðið hefur haldið sig frá Katalóníu er sú spenna sem hefur ríkt vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna.

Í mars mun Spánn hinsvegar snúa aftur til Barcelona og spila vináttulandsleik gegn Albaníu þann 27. mars á heimavelli Espanyol en hann tekur 40 þúsund áhorfendur.

Fróðlegt verður að sjá hvaða móttökur spænska landsliðið fær í Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner