Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. janúar 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel ætlar ekki að breyta leikstílnum fyrir Lukaku
Mynd: EPA
Romelu Lukaku framherji Chelsea hefur ekki alveg náð sér á strik síðan hann kom til félagsins í sumar frá Inter. Hann hefur skorað 5 mörk í 14 leikjum í deildinni.

Hann fékk mikla gagnrýni eftir síðasta leik þar sem liðið tapaði 1-0 gegn Man City. Hann sást taka þaulæft og langt handaband við Kevin De Bruyne leikmann City en þeir eru samherjar í belgíska landsliðinu.

Það fór ekki vel í stuðningsmenn Chelsea.

Thomas Tuchel stjóri félagsins var spurður á fréttamannafundi í gær hvort hann þyrfti ekki að breyta leikstíl liðsins svo það henti Lukaku betur.

„Nei, mér finnst við gera allt til að hjálpa honum. Þetta er röng spurning því hún einblínir bara á einn leikmann, hann er lykilmaður og við viljum að hann sé það. Þetta snýst ekki um einn leikmann, þetta er liðsíþrótt og þetta snýst ekki um að þjóna einum leikmanni, Chelsea er ekki þannig, fótbolti er ekki þannig," sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner