Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir félagaskiptin: Leist ekkert alltof vel á Frakkland á þessum tíma
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson gekk í raðir SönderjyskE í Danmörku síðasta sumar. Hann kom frá franska félaginu Grenoble sem hann samdi við sumarið 2019. Tímabilið 2020-21 lék Kristófer á láni hjá jong PSV.

Kristófer ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var spurður út í félagaskiptin.

„Ég átti fínt tímabil með Jong PSV og var að skoða mig um, sjá hvað ég vildi gera. SönderjyskE hafði samband við umboðsmann minn og mér leist mjög vel á félagið. Ég talaði við þjálfarann og yfirnjósnarann um hvað planið væri. Það eru nýir eigendur sem eiga félagið og mér skilst að þeir séu ríkustu eigendurnir í deildinni. Þeir stefna mjög hátt, mér leist mjög vel á það og ákvað að kýla á það," sagði Kristófer.

„Mér fannst ég þurfa eitthvað nýtt, mér leist ekkert alltof vel á Frakkland á þessum tíma. Ég tók eitt tímabil þar sem ég var lengi meiddur og komst ekki alveg inn í hlutina. Svo kom covid í lok tímabilsins þannig ég náði ekki nema 3-4 mánuðum [þar sem ég var heill]. Danska deildin er sterk og ef maður vill vera í landsliðinu þá er það fín deild til að komast þangað."

„Það kom til greina að vera áfram hjá Jong PSV, þeir vildu halda mér en ég sá það ekki alveg gerast að vera í eitt ár í viðbót. Þó að þetta sé í næstefstu deild og maður fær fullt af leikjum og mínútum þá taldi ég aðeins betra fyrir minn feril að spila með SönderjyskE,"
sagði Kristófer.

Sjá einnig:
Fékk skilaboð frá Danmörku - „Skildi ekki af hverju Kristófer væri ekki í hópnum"
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Athugasemdir
banner